EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2015 12:21 Þessir tólf leikmenn skipa EM-hóp Íslands. vísir/ernir Íslenski landsliðshópurinn sem fer á EuroBasket 2015, Evrópukeppnina í körfubolta, var tilkynntur nú rétt í þessu í DHL-höll þeirra KR-inga. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, valdi upphaflega 21 leikmann í æfingahóp en 15 leikmenn tóku þátt í síðustu fimm æfingaleikjum landsliðsins. Pedersen hefur nú skorið niður um þrjá og eftir standa tólf leikmenn sem munu spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu sem íslenskt körfuboltalandslið kemst á. Nafnarnir Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt Brynjari Þór Björnssyni urðu fyrir niðurskurðarhnífnum og verða að bíta í það súra epli að sitja eftir. Íslenska liðið fer út til Póllands á morgun þar það tekur þátt í fjögurra landa æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon. Þaðan fara strákarnir til Berlínar þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland er í B-riðli ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Íslensku strákarnir mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum laugardaginn 5. september.Eftirtaldir leikmenn skipa EM-hóp Íslands: 3 Martin Hermannsson, bakvörður 4 Axel Kárason, framherji 5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji 6 Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður 8 Hlynur Bæringsson, miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson, bakvörður 10 Helgi Már Magnússon, framherji 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, bakvörður 14 Logi Gunnarsson, bakvörður 15 Pavel Ermolinskij, bakvörður 24 Haukur Helgi Pálsson, framherji 29 Ægir Þór Steinarsson, bakvörðurÞjálfari: Craig Arni PedersenAðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr StefánssonLæknir: Björn ZoegaSjúkraþjálfari: Jóhannes MarteinssonSjúkraþjálfari: Einar Pétur JónssonStyrktarþjálfari: Gunnar EinarssonStyrktarþjálfari: Baldur Þór RagnarssonLeikgreining/myndbönd: Skúli I. ÞórarinssonFIBA dómari (Riga-D riðill): Sigmundur Már HerbertssonAðalfarstjóri: Páll KolbeinssonFararstjóri: Eyjólfur Þór GuðlaugssonFjölmiðlafulltrúi: Kristinn Geir Pálsson Einnig verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, með hópnum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn sem fer á EuroBasket 2015, Evrópukeppnina í körfubolta, var tilkynntur nú rétt í þessu í DHL-höll þeirra KR-inga. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, valdi upphaflega 21 leikmann í æfingahóp en 15 leikmenn tóku þátt í síðustu fimm æfingaleikjum landsliðsins. Pedersen hefur nú skorið niður um þrjá og eftir standa tólf leikmenn sem munu spila fyrir Íslands hönd á fyrsta stórmótinu sem íslenskt körfuboltalandslið kemst á. Nafnarnir Sigurður Ágúst Þorvaldsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson ásamt Brynjari Þór Björnssyni urðu fyrir niðurskurðarhnífnum og verða að bíta í það súra epli að sitja eftir. Íslenska liðið fer út til Póllands á morgun þar það tekur þátt í fjögurra landa æfingamóti ásamt heimamönnum, Belgíu og Líbanon. Þaðan fara strákarnir til Berlínar þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland er í B-riðli ásamt Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Spáni og Tyrklandi. Íslensku strákarnir mæta Þýskalandi í fyrsta leik sínum laugardaginn 5. september.Eftirtaldir leikmenn skipa EM-hóp Íslands: 3 Martin Hermannsson, bakvörður 4 Axel Kárason, framherji 5 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji 6 Jakob Örn Sigurðarson, bakvörður 8 Hlynur Bæringsson, miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson, bakvörður 10 Helgi Már Magnússon, framherji 13 Hörður Axel Vilhjálmsson, bakvörður 14 Logi Gunnarsson, bakvörður 15 Pavel Ermolinskij, bakvörður 24 Haukur Helgi Pálsson, framherji 29 Ægir Þór Steinarsson, bakvörðurÞjálfari: Craig Arni PedersenAðstoðarþjálfarar: Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr StefánssonLæknir: Björn ZoegaSjúkraþjálfari: Jóhannes MarteinssonSjúkraþjálfari: Einar Pétur JónssonStyrktarþjálfari: Gunnar EinarssonStyrktarþjálfari: Baldur Þór RagnarssonLeikgreining/myndbönd: Skúli I. ÞórarinssonFIBA dómari (Riga-D riðill): Sigmundur Már HerbertssonAðalfarstjóri: Páll KolbeinssonFararstjóri: Eyjólfur Þór GuðlaugssonFjölmiðlafulltrúi: Kristinn Geir Pálsson Einnig verða Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, með hópnum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira