Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur.
Á fundinum greindi Sigmundur frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að styrkja KKÍ með fjárframlagi vegna þessa verkefnis. Jafnframt lofaði forsætisráðherra því að halda áfram að standa á bak við liðið í framtíðinni.
Forsætisráðherra lét þess ekki getið í ræðu sinni hversu hár styrkurinn væri en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tjáði blaðamanni að hann væri upp á 7,5 milljónir króna.
Þetta verkefni er mjög dýrt fyrir KKÍ og hafa komið peningar víða að í aðdraganda mótsins og veitti ekki af.

