Viðskipti innlent

Bjóða flug frá Íslandi til London á fimm þúsund kall

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugvél British Airways.
Flugvél British Airways.
British Airways mum fljúga þrisvar í viku á milli London og Íslands frá og með október. Á fjöldamörgum dagsetningum má finna flugmiða aðra leiðina, án farangurs, frá Íslandi á 5.055 krónur.

Túristi.is greinir frá en vefsíðan hefur gert úttekt á verðmuninum á miðum flugfélagsins við easyJet, Icelandair og WOW air. British Airways mun fljúga til og frá Heathrow flugvelli eins og Icelandair hefur gert.

Töluverður verðmunur er á ódýrustu flugum flugvélanna fjögurra.

  • British Airways 5.055 krónur (án farangurs) 8.155 krónur (með farangri)
  • easyJet 8.867 krónur (án farangurs) 12.414 krónur (með farangri)
  • Icelandair 17.455 krónur (án farangurs) 17.455 krónur (með farangri)
  • WOW air 10.998 krónur (án farangurs) 14.997 krónur (með farangri)  
Þá mun með Íslandsflugi British Airways opnast möguleiki á að fljúga frá Íslandi og á fjarlægar slóðir á einni pöntun. Farþegar eru þá ábyrgð flugfélagsins ef tafir verða til þess að þeir missa af framhaldsflugi.


Tengdar fréttir

British airways aftur til Íslands

Breska flugfélagið British airways virðist hafa séð sóknarfæri á ný og mun hefja áætlunarflug til Íslands í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×