Bjarni: Ekki bara í KR þar sem varamenn eru óánægðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 21:34 Bjarni líflegur á hliðarlínunni. vísir/stefán KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KR-ingar voru lengi að brjóta Fylkismenn á bak aftur en skoruðu tvívegis á síðustu tíu mínútum leiksins. „Þeir voru þéttari til baka en ég bjóst við. Sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þeir fóru nánast ekkert af eigin vallarhelmingi. Þeir hafa náð að stríða FH og unnið Breiðablik á þessu herbragði þannig að þetta var eitthvað sem við bjuggumst við.“ Hann segir að KR-ingar hafi náð að mæta baráttunni á miðjunni vel. „Við mættum henni af þeirri hörku sem þurfti. Svo fjaraði hún út og við tók þá gæðin sem búa í liðinu okkar. Við héldum boltanum vel og sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náðum að stýra leiknum vel, nýta breiddina og skapa nokkur fín fær.“ Bjarni hafði ávallt trú á því að það kæmi mark hjá KR í leiknum. „Við vorum að reyna réttu hlutina í seinni hálfleik og ég hafði mikla trú á að þetta myndi ganga.“ KR tapaði fyrir Fjölni í síðustu umferð og Bjarni brást við því að hann gerði fjórar breytingar á sínu liði í kvöld. „Við erum að reyna að velja besta liðið hverju sinni gegn þeim andstæðingi sem við mætum hverjum sinni. Því miður gekk það ekki gegn Fjölni en mannskapurinn sem spilaði þá hefði alveg eins getað spilað leikinn í kvöld. Við erum ekki að rótera bara til að rótera og veljum besta liðið sem við höfum í hvern einasta leik.“ Varamannabekkur KR var skipaður öflugum leikmönnum í kvöld en Bjarni segir það ekki erfitt að halda öllum ánægðum. „Auðvitað vilja allir spila. Ég held að það sé misskilningur hjá fréttamönnum að það sé bara í KR þar sem varamenn eru ósáttir við að vera á bekknum. Vissulega er það svo hjá okkur að við erum með góða leikmenn sem allir væru í liðum annars staðar en þessir strákar eru að standa sig vel og ekkert mót eða titill sem vinnst á ellefu manna hóp. Við erum með þéttan átján manna hóp sem stendur sig vel og þeir geta allir komið inn í liðið án þess það veikist mikið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Fylkismenn lokuðu búrinu í 80 mínútur á KR-vellinum í kvöld áður en KR-ingar náðu að brjóta ísinn. 10. ágúst 2015 14:17