Ótrúlegt atvik átti sér stað í búningsklefa NY Jets í dag.
Þá kýldi varnarmaðurinn IK Enemkpali sjálfan leikstjórnanda liðsins, Geno Smith, með þeim afleiðingum að Smith kjálkabrotnaði á tveimur stöðum.
Smith þarf að fara í aðgerð og verður frá æfingum og keppni í sex til tíu vikur.
Það er skemmst frá því að segja að Jets er búið að reka Enemkpali enda dýrt spaug fyrir félagið. Það þarf að greiða Smith hátt í 100 milljónir króna á meðan hann er meiddur og svo riðlar þetta auðvitað skipulagi og leik liðsins.
Ryan Fitzpatrick mun því byrja tímabilið hjá Jets sem leikstjórnandi að öllu óbreyttu.
