Ótrúlegt atvik átti sér stað í búningsklefa NY Jets í dag.
Þá kýldi varnarmaðurinn IK Enemkpali sjálfan leikstjórnanda liðsins, Geno Smith, með þeim afleiðingum að Smith kjálkabrotnaði á tveimur stöðum.
Smith þarf að fara í aðgerð og verður frá æfingum og keppni í sex til tíu vikur.
Það er skemmst frá því að segja að Jets er búið að reka Enemkpali enda dýrt spaug fyrir félagið. Það þarf að greiða Smith hátt í 100 milljónir króna á meðan hann er meiddur og svo riðlar þetta auðvitað skipulagi og leik liðsins.
Ryan Fitzpatrick mun því byrja tímabilið hjá Jets sem leikstjórnandi að öllu óbreyttu.
Kjálkabraut liðsfélaga sinn

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

