Fréttir bárust af því á dögunum að erfiðlega reyndist að finna mótherja fyrir Gunnar, en hann ætti að geta huggað sig við glænýtt mótorhjól.
Gunnar greinir frá gjöfinni á Twitter-síðu sinni en þar þakkar hann Dana White, forseta UFC, og Conor McGregor, heimsmeistara í UFC. Tístið má sjá hér að neðan.
Okkar maður staddur í Las Vegas. Hann er þar með McGregor að taka þátt í sjónvarpsþáttunum The Ultimate Fighter, en þar þjálfa þeir evrópska bardagakappa.
Just got a Harley for my birthday!! Thanks so much @TheNotoriousMMA @danawhite @ufc and @harleydavidson pic.twitter.com/VaDajZDnHE
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) August 15, 2015