Það var söguleg stund um helgina þegar fyrstu tvær konurnar sem brutu sér leið inn í NFL-deildina voru á vellinum á sama tíma.
Jen Welter er fyrsti kvenþjálfari deildarinnar en hún er til reynslu hjá Arizona Cardinals. Sarah Thomas er svo fyrsti kvendómari deildarinnar.
Thomas var á meðal dómara í leik Arizona og Kansas City. Fyrsta verkefni beggja kvenna í deildinni og vöktu þær eðlilega mikla athygli enda söguleg stund.
Kansas vann leikinn, 34-19, en báðar konur komust vel frá sínum störfum.
