Viðskipti innlent

Hefja flug til Aberdeen

Nýjar vélar Flugfélags Íslands verða nýttar á flugleiðinni.
Nýjar vélar Flugfélags Íslands verða nýttar á flugleiðinni. mynd/Flugfélag Íslands
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Aberdeen í Skotlandi í mars á næsta ári. Flogið verður fjórum sinnum í viku.

Aberdeen er á norðausturströnd Skotlands, þriðja stærsta borg landsins á eftir Glasgow og Edinborg, með um 300 þúsund íbúa.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Flugfélag Íslands muni annast flugið fyrir Icelandair á Bombardier Q400 flugvél sem tekur 72 farþega.

Flogið verður til og frá Keflavíkurflugvelli og með samskonar tengimöguleika fyrir farþega yfir Norður-Atlantshafið og í öðru flugi í leiðakerfi Icelandair.

Undirbúningur fyrir sölu- og markaðsstarf hefur verið unninn í samstarfi við alþjóðaflugvöllinn í Aberdeen og Ferðamálaráð.

Aberdeen er 26. áfangastaður Icelandair í Evrópu, en auk þess flýgur félagið til 15 áfangastaða í Norður-Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×