Ronda Rousey hefur aldrei tapað í hringnum og mótherjar hennar að undanförnu hafa aðeins haldið út í rúma hálfa mínútu á móti henni.
Ronda Rousey tók sér aðeins 34 sekúndur í að vinna hina yfirlýsingaglöðu Beth Correia á heimavelli hennar í Ríó í Brasilíu um síðustu helgi.
Rousey hefur unnið síðustu þrjá bardaga sína á 14, 16 og 34 sekúndum og margir heimsþekktir íþróttakarlar hafa viðurkennt opinberlaga að þeir ættu ekki möguleika á móti henni í hringnum.
Þessi 28 ára gamla súperstjarna mun leika sjálfa sig í nýrri Hollywood-kvikmynd sem er byggð á ævisögu sinni „My Fight/Your Fight."
Paramount Pictures hafa tryggt sér réttinn á að gera kvikmynd eftir sögu Rousey og menn þar á bæ eru komnir með allt á fulla ferð.
Mark Bomback mun skrifa handrit myndarinnar en hann hefur skrifað handrit að myndum eins og „Die Hard 4.0" og „Dawn of the Planet of the Apes." Mary Parent mun framleið myndina ásamt Rondu Rousey en Parent er þekktust fyrir vinnu sína við stórmyndina „Godzilla" sem kom út árið 2014.

Hún varð fyrir heilaskaða í fæðingu og þurfti að hafa mikið fyrir því að læra að tala. Faðir hennar framdi sjálfmorð þegar hún var átta ára og öll uppvaktstarárin voru henni erfið. Hún fann sinn vettvang í íþróttum og vann Ólympíubrons í júdó 2008 áður en hún skipti yfir í blandaðar bardagaíþróttir.
Ronda Rousey mun þó ekki stíga sín fyrstu sport á hvíta tjaldinu í þessari mynd því hún hefur leikið lítil hlutverk í myndum eins og „The Expendables 3", „Furious 7" og „Entourage".
Frægð Ronda Rousey verður örugglega ekki minni þegar þessi mynd kemur út líklegast á næsta ári.