Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2015 21:00 Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29