Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 13:43 „Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur.“ vísir/gva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“ Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“
Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57