Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 15:00 Elín Hirst er ekki ein um að gagnrýna áætlanir Landsbankans. Vísir/daníel Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst. Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst.
Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18