Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 15:00 Elín Hirst er ekki ein um að gagnrýna áætlanir Landsbankans. Vísir/daníel Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst. Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn, meðan „það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala.“ Þingmaðurinn fjallar um byggingu höfuðstöðvanna í pistli sem hún birti á bloggsíðu sinni en mikil umræða hefur skapast um fyrirhugaðar framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn. Vísir greindi frá andstöðu sjónvarpsmannsins Ómars Ragnarssonar í gær. Hann tók í sama streng og Elín á vefsíðu sinni; gagnrýndi Landsbankann fyrir að hafna ódýrari lóðum en þá sem hann valdi í hjarta miðborgarinnar og sagði bygginguna vera bruðl á almannafé, en Landsbankinn er í 97,9 prósent eigu íslenska ríkisins. Greint var frá áætlunum bankans nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Elín segir skiljanlegt að óformin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum. „Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum,“ segir Elín. Hún segir bankastarfsemi ekki þurfa dýran umbúnað og bætir um betur með því að segja hann í raun „móðgun við viðskiptavinina“ – „sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld,“ bætir hún við. Hún óskar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði, „þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn. Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum,“ segir stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst.
Tengdar fréttir Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18