Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 19:49 Frosti Sigurjónsson í þungum þönkum í þingsal. vísir/pjetur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015 Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur til að Landsbankinnn flytji höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Á Facebook-síðu sinni viðrar þingmaðurinn þá hugmynd að bankinn, sem er nær alfarið í ríkiseigu, festi kaup á húsnæði við Urðarhvarf 8 í Kópavogi í stað þess að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir við Austurhöfn í Reykjavík. Margir hafa lýst sig andsnúna þeim fyrirætlunum sem áætlað er að muni kosta skattgreiðendur um 8 milljarða króna. Þeirra á meðal eru sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson og stjórnarþingmennirnir Elín Hirst og Vigdís Hauksdóttir.Húsið við Urðarhvarf er rúmlega 16 þúsund fermetrar að stærð, jafn stórt og fyrirhugaðar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Söluverð hússins er 775 milljónir króna og segir Frosti að líklegt verður að teljast að frágangur á húsnæðinu gæti kostað um 2 milljarða. „Landsbankinn virðist því geta sparað um 5 milljarða með því að kaupa þetta,“ segir Frosti og bætir við að með kaupum á húsinu myndi hagræðingin, sem stjórnendur Landsbankans hafa sagt ástæðu framkvæmdanna, nást að fullu. „Öll starfsemi myndi rúmast á einum stað. Landsbankinn gæti svo selt lóðina fínu við Austurhöfn með góðum hagnaði,” segir Frosti á Facebook-síðu sinni. Margir hafa lýst stuðningi við hugmyndir Frosta sem betur má glöggva sig á hér að neðan.Hér er til sölu ónotað nýtt skrifstofuhúsnæði sem er enn stærra en fyrirhugaðar kr. 8 milljarða höfuðstöðvar...Posted by Frosti Sigurjonsson on 15. júlí 2015
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41