Þróttur skaust aftur á toppinn í fyrstu deild karla, en þeir unnu 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í dag. Leikið var á Ísafirði.
Vilhjálmur Pálmason kom Þrótti yfir, en Loic Ondo jafnaði metin fyrir BÍ/Bolungarvík. Þannigs tóðu leikar í hálfleik.
Viktor Jónsson, sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu, bætti við tveimur mörkum fyrir Þrótt; það fryra á 47. mínútu og það síðara á 82. mínútu.
Dion Jeremy Acoff rak svo síðasta naglann í líkkistu BÍ, en hann skoraði fjórða mark Þróttar í uppbótartíma.
Þróttur er á toppi deildarinnar með 30 stig, stigi á undan Víkingi úr Ólafsvík. Skástrikið er á botninum með fimm stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
