Omar Sharif fannst afslappandi að spila við vörubílstjóra og sjómenn á Íslandi Heimir Már Pétursson. skrifar 10. júlí 2015 20:31 Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall. Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall.
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira