Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas í nótt.
Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hálstaki í fyrstu lotu eftir að kýla hann í gólfið með tilþrifum.
Með sigrinum stimplaði Gunnar sig inn með látum í Bandaríkjunum, en þetta er í fyrsta sinn sem hann berst þar.
Hér að ofan má sjá bardagann í heild sinni í lýsingu Dóra DNA og Guttorms Árna Ársælssonar.
