Skorar á neytendur að hundsa verslanir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 13:19 Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“ Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“
Alþingi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira