Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2025 11:53 Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“ Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“
Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira