Lokum ekki landamærunum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júní 2015 10:52 Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun