Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Gróttu af velli í fyrstu deild karla í gærkvöldi, en lokatölur urðu 4-0 sigur Hauka eftir að staðan var 1-0 í hálfleik.
Aron Jóhannsson kom Haukum yfir undir lok fyrri hálfleiks með þrumufleyg og Björgvin Stefánsson skoraði svo í upphafi síðari hálfleiks.
Björgvin skoraði annað mark sitt og þriðja mark Hauka á 63. mínútu, en hann fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-0.
Haukarnir komust með sigirnum upp í sjötta sæti deildarinnar, en þeir hafa unnið þrjá leiki í sumar, alla á heimavelli. Það gengur ekki né rekur hjá Gróttu sem er á botninum með eitt og markatöluna 1-16.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu þrumufleyg Arons og þrennu Björgvins
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
