Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 23:54 Bam Margera steig á stokk fyrr í kvöld. Ráðist var á tónlistarmanninn og Jackass-meðliminn Bam Margera á Secret Solstice-hátíðinni í kvöld. Árásin átti sér í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni.Click here for an english version. Svæðinu var lokað af lögreglunni skömmu síðar en mikill viðbúnaður er í Laugardalnum vegna tónlistarhátíðarinnar. Heimildir Vísis herma að mennirnir að baki árásinni séu landsþekktir tónlistarmenn sem Bam Margera hafði verið að ónáða fyrr um kvöldið. Það hafi endað með því að heljarinnar slagsmál brutust út og Bam legið óvígur eftir. Bam hefur vakið mikla athygli hér á landi. Hann heimsótti Ísland árin 2012 og 2013. Í fyrra skiptið olli hann tjóni á Land Cruiser bifreið í eigu bílaleigunnar Hertz og var handtekinn þegar hann kom til landsins. Hann var aftur á móti hinn rólegasti þegar hann var handtekinn og gerði upp skuldina við bílaleiguna.Uppfært 00:05Að sögn Ósk Gunnarsdóttur, sem er talsmaður hátíðarinnar, hafði Bam Margera verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergið en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bam Margera got lost on the way to the stage. He still looks awesome. @BamMargeraFans_ #SecretSolstice @mashable pic.twitter.com/wsC7LbhlNI— Shawn Forno (@leftyscissor) June 20, 2015 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Ráðist var á tónlistarmanninn og Jackass-meðliminn Bam Margera á Secret Solstice-hátíðinni í kvöld. Árásin átti sér í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni.Click here for an english version. Svæðinu var lokað af lögreglunni skömmu síðar en mikill viðbúnaður er í Laugardalnum vegna tónlistarhátíðarinnar. Heimildir Vísis herma að mennirnir að baki árásinni séu landsþekktir tónlistarmenn sem Bam Margera hafði verið að ónáða fyrr um kvöldið. Það hafi endað með því að heljarinnar slagsmál brutust út og Bam legið óvígur eftir. Bam hefur vakið mikla athygli hér á landi. Hann heimsótti Ísland árin 2012 og 2013. Í fyrra skiptið olli hann tjóni á Land Cruiser bifreið í eigu bílaleigunnar Hertz og var handtekinn þegar hann kom til landsins. Hann var aftur á móti hinn rólegasti þegar hann var handtekinn og gerði upp skuldina við bílaleiguna.Uppfært 00:05Að sögn Ósk Gunnarsdóttur, sem er talsmaður hátíðarinnar, hafði Bam Margera verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergið en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bam Margera got lost on the way to the stage. He still looks awesome. @BamMargeraFans_ #SecretSolstice @mashable pic.twitter.com/wsC7LbhlNI— Shawn Forno (@leftyscissor) June 20, 2015
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira