Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Ráðherrarnir sem um ræðir. Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17
Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00