Vill bæta móral þingmanna með söng: „Örugglega verið bullað meira í þingsal“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 19:52 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar „Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00