Skilur yfirlýsingar Sigmundar um fylgi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. júní 2015 12:15 Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati segir að auðvitað þætti pólitískum andstæðingum það áhyggjuefni ef flokkurinn fengi 30-40 prósenta fylgi í kosningum. vísir/gva Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata skilur að forsætisráðherra hræðist það að fylgi Pírata haldi sér. Hann segist ekki vita hvaða gildum yrði stefnt í hættu nái Píratar 30 til 40 prósenta fylgi, líkt og ráðherrann segir að muni gerast. Allt önnur stefna hjá Pírötum Sigmundur Davíð segir í viðtali við DV í dag að ef Píratar fengju 30 til 40 prósenta fylgi í kosningum þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Hann segir það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum. Hann telur það þó ekki muni gerast. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segist ekki vita hvaða gildi Sigmundur talar um. „Hann talar þarna um einhver gildi sem Íslendingar eiga að hafa verið að byggja upp síðustu áratugi og mér finnst óljóst hvað hann eigi við með þeim en alla vega þau gildi sem við höfum lagt höfuðáherslu á eru lýðræðisumbætur,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð.vísir/vilhelm Skilur yfirlýsinguna Helgi segist ekki vera sammála Sigmundi Davíð um að það sé áhyggjuefni fyrir samfélagið ef Píratar ná áhrifum en skilur þó að hann skuli segja það. „Auðvitað þætti honum það áhyggjuefni og auðvitað þætti pólitískum andstæðingum okkur það áhyggjuefni og ég veit ekki hvers vegna hann ætti að segja eitthvað annað né hvernig ég ætti að svara því, ef ég segi alveg eins og er,“ segir hann.Óvíst með fylgisþróunina Sigmundur Davíð segir við DV að hann telji ekki líkur á að Píratar fái jafn mikið fylgi og þeir mælast með í skoðanakönnunum í næstu kosningum. Helgi Hrafn segir margt geti gerst á þeim tveimur árum sem eru til kosninga. „Ég þori bara ekkert að segja um það ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru tvö ár í kosningar og það er ýmislegt sem getur gerst á þeim tíma, vissulega. Ég meina, ég veit ekki frekar en hver annar hvernig fylgið muni þróast. Auðvitað kemur þetta öllum á óvart held ég, þar á meðal okkur, þannig að ég veit ekki hvað ég geti sagt með neinni vissu um það hvernig fylgið muni þróast næstu tvö ár,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06