Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu á Alþingi í morgun eftir fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira