Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2015 10:57 Myndbandið er frábært. vísir „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira