Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 0-3 | Auðvelt hjá Fylkismönnum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. júní 2015 12:11 Fylkismenn eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Vísir/stefán Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Fylkismenn hefndu fyrir tapið í Pepsi-deildinni um daginn þegar liðið sló Íslandsmeistara Stjörnunnar úr leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og fór hann 3-0 fyrir Fylki. Tómas Joð Þorsteinsson, Albert Brynjar Ingason og Ragnar Bragi Sveinsson gerði allir sitt markið hver fyrir Fylkismenn. Liðin voru bæði ákveðin alveg frá fyrstu mínútu og bæði líklega til þess að skora mark. Fylkismenn voru samt sem áður örlítið sterkari og með Albert Brynjar Ingason alveg á fulli í fremstu víglínu. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að ráða við hraðan á honum. Gestirnir fengu nokkur góð færi áður en bakvörðurinn Tómas Joð Þorsteinsson skoraði laglegt mark fyrir Fylki. Tómas fékk boltann við vítateigsbogann og smurði hann í netið með vinstri fæti. Stjörnumenn hrukku vel í gang eftir markið og áttu nokkur tækifæri til að koma sér í góð færi, það vantaði samt alltaf þessa úrslitasendingu sem skilur oft á milli. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Stjarnan byrjaði betur í síðari hálfleiknum og ætluðu sér greinilega að jafna metin strax. Rúnar Páll gerði tvær breytingar í hálfleiknum og setti Veigar Pál og Arnar Már inn á völlinn. Hann var greinilega ekki sáttur með sóknarleik heimamanna í fyrri hálfleik. Stjörnumenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur en þegar leið á hann fór botninn nokkuð úr þeirra sóknarleik. Fylkismenn beittu markvissum skyndisóknum og voru alltaf hættulegir. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum setti Albert Brynjar annað mark Fylkismann þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Svein Sigurð Jóhannesson í marki Stjörnunnar. Áður hafði Brynjar Gauti misst boltann frá sér á versta stað og það nýtti Albert sér vel. Fylkismenn náðu síðan að gera útum leikinn undir lokin þegar Ragnar Bragi Sveinsson skoraði þriðja markið. Þeir appelsínugulu unnu því nokkuð auðveldan sigur á Stjörnunni og eru komnir í 8-liða úrslitin. Tómas: Brutum ísinn með markinu mínuTómas Joð Þorsteinsson.Vísir/Daníel„Ég var bara mjög ánægður með að skora, vinna boltann þarna á miðjunni og fylgja því eftir,“ segir Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, eftir leikinn. „Ég er bara gríðarlega ánægður með leik okkar í heild sinni,“ segir Tómas en Fylkir tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 aðeins fyrir nokkrum dögum. „Við gerum alveg slatta vel í þeim leik en það vantaði að brjóta ísinn. Það gerum við í kvöld með mínu marki.“ Tómas segir að Fylkir hafi skapað sér fullt af færum í kvöld en á sama tíma hafi Stjarnan ekki skapað sér mörg. „Við horfum mikið á þessa keppni. Það munaði engu að við hefðum dottið út gegn Njarðvíkingum og núna erum við komnir í 8-liða úrlitin. Það er alltaf gaman að taka þátt í svona ævintýri.“ Halldór: Náðum aldrei að enda okkur sóknir velHalldór Orri.„Þetta er bara gríðarlega svekkjandi og mikil vonbrigði,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. „Mér fannst við byrja þetta ágætlega og héldum boltanum nokkuð vel. Síðan ná þeir að skora og það breyttist eitthvað þegar við erum lentir undir.“ Halldór segir að það hafi aldrei gengið að klára sóknirnar með góðri lokasendingu. „Við náðum aldrei að enda okkar sóknir vel og þetta var bara ekki nægilega gott hjá okkur í kvöld. Hann segir að ekki hafi verið um eitthvað vanmat að ræða. „Þeir mæta auðvitað særðir eftir tapið á móti okkur á mánudaginn og þetta féll einnig með þeim í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira