Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Víkingur Ó. 4-0 | Fimmti sigur Fjölnis í röð Andri Valur Ívarsson skrifar 18. júní 2015 12:19 Fjölnismenn hafa unnið fimm leiki í röð í deild og bikar. Vísir/Vilhelm Fjölnir tók í kvöld á móti Víkingum frá Ólafsvík í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór með sigur af hólmi 4-0. Þetta var þægilegur sigur hjá Fjölnismönnum sem þeir þurftu í raun ekki að hafa mikið fyrir. Víkingar sáu aldrei til sólar af frá eru teknar fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Á 17. mínútu skoraði Þórir Guðjónsson, maður leiksins, gott mark. Ragnar Leósson sendi boltann fyrir frá hægri þar sem Þórir stökk manna hæst og skallaði boltann í þverslánna og niður. Þórir var fyrstur til að átta sig og kom boltanum yfir línuna og Fjölnir kominn yfir. Fram að þessu hafði verið ágætis jafnræði með liðunum. Rúmri mínútu eftir markið var téður Þórir mættur út á kant vinstra megin þar sem hann sendi boltann fyrir, beint á ennið á Gunnari Má sem skallaði boltann í netið. Þetta virkaði sem köld vatnsgusa framan í Víkinga og áttu þeir í vök að verjast fram eftir hálfleiknum og máttu, ef eitthvað er, þakka fyrir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik. Ejub þjálfari Víkings náði í hálfleik að berja smá krafti í sína menn því þeir mættu nokkuð ferskir til síðari hálfleiks. Þá var sama sagan að Fjölnismenn skora og öll von var úti hjá Víkingum. Þar var að verki Aron Sigurðarson sem átti glæsilegan sprett upp frá miðjulínunni vinstra megin þaðan sem hann lék til hægri og komst í fínt skotfæri sem hann lætur ekki bjóða sér oftar en einu sinni. Boltinn söng í netinu niðri vinstra megin af löngu færi og Fjölnir kominn með þriggja marka forystu. Eftir þetta var einungis formsatriði fyrir Fjölnisstráka að klára leikinn. Áður en yfir lauk voru þeir þó búnir að bæta við fjórða markinu og klúðra nokkrum góðum færum. Það var maður leiksins Þórir Guðjónsson sem skoraði fjórða og síðasta markið. Ragnar Leósson tók aukaspyrnu úti á hægri væng, skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Þórir mætti og skoraði með fallegum skalla. Fjölnismenn því komnir í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins en Víkingar geta nú einbeitt sér að 1. deildinni þar sem þeir sitja í þriðja sæti.Ágúst: Sigurinn aldrei í hættu eftir að við komumst yfir „Þetta var góður sigur og ánægjulegt að vera komnir áfram í bikarnum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að leik loknum. „Mér fannst þeir vera fínir í upphafi leiks en um leið og við skoruðum var sigurinn aldrei í hættu að mínu mati. Við fengum líka fín færi og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði hann jafnframt. „Við ætlum okkur alltaf að gera betur en áður og að sigra alla leiki svo auðvitað er það markmið að komast í úrslitaleikinn og vinna bikarinn.“ Það vakti athygli að Fjölnir skipti inn á ungum leikmönnum í dag fæddum ´98 og ´99. Aðspurður hvort framtíðin væri svona björt í Grafarvoginum kvað Ágúst svo vera. „Við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Það var fínt að leikurinn skyldi þróast með þessum hætti svo við gátum gefið ungum leikmönnum tækifæri til að spila og öðlast reynslu.“Þórir: Spiluðum virkilega vel „Við vorum að spila virkilega vel gegn erfiðu liði Víkinga og ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu minna leikmanna í þessum leik,“ sagði Þórir Guðjónsson framherji Fjölnis sem var maður leiksins í kvöld. Hann skoraði tvö falleg mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Þá var hann mjög duglegur í leiknum og vann mikið fyrir liðið. Þess má þó geta að leikmenn Fjölnis áttu margir hverjir prýðisleik, börðust vel og voru duglegir og sköpuðu sér nokkuð af færum.Ejub: Við vörðumst ekki nægjanlega vel „Við byrjuðum leikinn þokkalega vel og það var gott jafnvægi í leiknum. Svo kemur tveggja mínútna kafli þar sem þeir skora tvö mörk og í raun var leikurinn þá búinn. „Við gerðum þó ágætlega að klára hálfleikinn án þess að fá á okkur fleiri mörk því við áttum í erfiðleikum eftir mörkin. „Í hálfleik töluðum við um að koma inn í síðari hálfleik og reyna að skora eitt mark og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. „Við byrjuðum síðari hálfleik líka ágætlega en svo tók Aron [innsk. Sigurðarson] boltann og fór upp völlinn og kláraði þetta bara“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings að leik loknum. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Fjölnir tók í kvöld á móti Víkingum frá Ólafsvík í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór með sigur af hólmi 4-0. Þetta var þægilegur sigur hjá Fjölnismönnum sem þeir þurftu í raun ekki að hafa mikið fyrir. Víkingar sáu aldrei til sólar af frá eru teknar fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Á 17. mínútu skoraði Þórir Guðjónsson, maður leiksins, gott mark. Ragnar Leósson sendi boltann fyrir frá hægri þar sem Þórir stökk manna hæst og skallaði boltann í þverslánna og niður. Þórir var fyrstur til að átta sig og kom boltanum yfir línuna og Fjölnir kominn yfir. Fram að þessu hafði verið ágætis jafnræði með liðunum. Rúmri mínútu eftir markið var téður Þórir mættur út á kant vinstra megin þar sem hann sendi boltann fyrir, beint á ennið á Gunnari Má sem skallaði boltann í netið. Þetta virkaði sem köld vatnsgusa framan í Víkinga og áttu þeir í vök að verjast fram eftir hálfleiknum og máttu, ef eitthvað er, þakka fyrir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik. Ejub þjálfari Víkings náði í hálfleik að berja smá krafti í sína menn því þeir mættu nokkuð ferskir til síðari hálfleiks. Þá var sama sagan að Fjölnismenn skora og öll von var úti hjá Víkingum. Þar var að verki Aron Sigurðarson sem átti glæsilegan sprett upp frá miðjulínunni vinstra megin þaðan sem hann lék til hægri og komst í fínt skotfæri sem hann lætur ekki bjóða sér oftar en einu sinni. Boltinn söng í netinu niðri vinstra megin af löngu færi og Fjölnir kominn með þriggja marka forystu. Eftir þetta var einungis formsatriði fyrir Fjölnisstráka að klára leikinn. Áður en yfir lauk voru þeir þó búnir að bæta við fjórða markinu og klúðra nokkrum góðum færum. Það var maður leiksins Þórir Guðjónsson sem skoraði fjórða og síðasta markið. Ragnar Leósson tók aukaspyrnu úti á hægri væng, skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Þórir mætti og skoraði með fallegum skalla. Fjölnismenn því komnir í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins en Víkingar geta nú einbeitt sér að 1. deildinni þar sem þeir sitja í þriðja sæti.Ágúst: Sigurinn aldrei í hættu eftir að við komumst yfir „Þetta var góður sigur og ánægjulegt að vera komnir áfram í bikarnum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að leik loknum. „Mér fannst þeir vera fínir í upphafi leiks en um leið og við skoruðum var sigurinn aldrei í hættu að mínu mati. Við fengum líka fín færi og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði hann jafnframt. „Við ætlum okkur alltaf að gera betur en áður og að sigra alla leiki svo auðvitað er það markmið að komast í úrslitaleikinn og vinna bikarinn.“ Það vakti athygli að Fjölnir skipti inn á ungum leikmönnum í dag fæddum ´98 og ´99. Aðspurður hvort framtíðin væri svona björt í Grafarvoginum kvað Ágúst svo vera. „Við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Það var fínt að leikurinn skyldi þróast með þessum hætti svo við gátum gefið ungum leikmönnum tækifæri til að spila og öðlast reynslu.“Þórir: Spiluðum virkilega vel „Við vorum að spila virkilega vel gegn erfiðu liði Víkinga og ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu minna leikmanna í þessum leik,“ sagði Þórir Guðjónsson framherji Fjölnis sem var maður leiksins í kvöld. Hann skoraði tvö falleg mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Þá var hann mjög duglegur í leiknum og vann mikið fyrir liðið. Þess má þó geta að leikmenn Fjölnis áttu margir hverjir prýðisleik, börðust vel og voru duglegir og sköpuðu sér nokkuð af færum.Ejub: Við vörðumst ekki nægjanlega vel „Við byrjuðum leikinn þokkalega vel og það var gott jafnvægi í leiknum. Svo kemur tveggja mínútna kafli þar sem þeir skora tvö mörk og í raun var leikurinn þá búinn. „Við gerðum þó ágætlega að klára hálfleikinn án þess að fá á okkur fleiri mörk því við áttum í erfiðleikum eftir mörkin. „Í hálfleik töluðum við um að koma inn í síðari hálfleik og reyna að skora eitt mark og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. „Við byrjuðum síðari hálfleik líka ágætlega en svo tók Aron [innsk. Sigurðarson] boltann og fór upp völlinn og kláraði þetta bara“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings að leik loknum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira