Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós Haukur Arnþórsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun