KA og Selfoss skildu jöfn 2-2 í fyrstu deild karla í knattspyrnu í dag, en leikurinn var liður í fimmtu umferð deildarinnar.
Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir eftir þriggja mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Einar Ottó Antonsson jafnaði metin á 58. mínútu.
Archange Nkumu kom KA aftur yfir á 66. mínútu, en Ingþór Björgvinsson jafnaði metin fyrir Selfoss fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
KA er í öðru sætinu með ellefu stig, en Selfoss er í því áttunda með fimm stig.
Selfoss kom tvisvar til baka og náði í stig á Akureyri
Anton Ingi Leifssno skrifar

Mest lesið



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti