Myndin fjallar um það þegar íslenskar konur ákváðu – í kjölfarið á róttækri og litríkri kvennabaráttu - að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði. Þær stofnuðu Kvennaframboð til borgarstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár.
Myndin hlaut góðar viðtökur á hátíðinni og voru þær Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri og Hrafnhildur Gunnarsdóttur framleiðandi klappaðar upp af áhorfendum eftir sýningu.
Einarinn, verðlaunaskjöldur Skjaldborgarhátíðarinnar er smíðaður af Einari Skarphéðinssyni smíðakennara á Patreksfirði og heitir jafnframt í höfuðið á honum. Einar smíðar gripinn á hverju ári af mikilli natni og velur sérstaklega efniviðinn í hann.
Hvað er svona merkilegt við það - Kynningarstikla from Krumma films on Vimeo.