RÚV vinnur að stofnun Rásar 3 Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2015 13:30 Samkvæmt heimildum er stefnt að fyrstu útsendingu Rásar 3 í júní næstkomandi. Vísir/GVA Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3. Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3.
Alþingi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira