Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:46 Netþrjótar reyna oft að hafa peninga eða persónulegar upplýsingar af brotaþolum. Vísir/Arnar Halldórsson Fimm einstaklingar hafa orðið fyrir tegund af netglæp sem kallast ástarsvik. Það sem af er ári hafa flestir fallið fyrir fölskum fyrirframgreiðslum. Netglæpurinn ástarsvik er skilgreindur sem glæpur þegar gerandi byggir upp falskt samband á netinu til að öðlast traust og stela peningum eða persónulegum upplýsingum. Af þeim 110 manns sem urðu fyrir netglæpum frá byrjun árs til lok júní voru fimm einstaklingar blekktir með ástarsvik samkvæmt tölfræði frá ríkislögreglustjóra. Á þeim tíma hafa brotaþolar tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Netglæpunum er skipt í sjö flokka, þar á meðal ástarsvik. Flestir hafa fallið fyrir netglæp sem flokkast sem fyrirframgreiðslur, sem er þegar þolandi kaupir eða selur eitthvað á netinu, en varan eða peningarnir eru aldrei afhentir. 29 einstaklingar hafa tilkynnt þess konar brot til lögreglu á áðurnefndu tímabili sem samsvarar 26 prósentum glæpanna. Þar á eftir hafa 20 manns, eða átján prósent, hafa orðið fyrir fjárfestingarsvikum. Þess konar svik eru þegar þolandinn er blekktur í falskar og eða áhættusamar fjárfestingar með loforðum um háa ávöxtun. Fimmtán hafa tilkynnt lögreglu að einhver gefi sig út fyrir að vera stjórnandi fyrirtækis eða birgir og platar starfsfólk til að senda peninga eða upplýsingar. Slíkur glæpur er skilgreindur sem fölsk fyrirmæli. Svipaður glæpur kallast fjarskiptasvik en þá er haft samband símleiðis eða í gegnum skilaboð og þolandinn látinn halda að bankastarfsfólk, lögregla eða yfirvöld séu að hafa samband. Fjórtán manns hafa orðið fyrir þess konar svikum. Þá hafa aðrir fjórtán eða þrettán prósent orðið fyrir tölvupóstasvikum. Greint var frá í dag að embætti ríkislögreglustjóra berast enn tilkynningar um slíka svikapósta, en þykjast netþrjótarnir jafnvel vera Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Markmiðið með þess konar glæpum er að fá lykilorð eða bankaupplýsingar viðtakanda eða dreifa spilliforritum. Tólf prósent netglæpanna eru annars konar glæpir. Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni fannst á hníf Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Netglæpurinn ástarsvik er skilgreindur sem glæpur þegar gerandi byggir upp falskt samband á netinu til að öðlast traust og stela peningum eða persónulegum upplýsingum. Af þeim 110 manns sem urðu fyrir netglæpum frá byrjun árs til lok júní voru fimm einstaklingar blekktir með ástarsvik samkvæmt tölfræði frá ríkislögreglustjóra. Á þeim tíma hafa brotaþolar tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. Netglæpunum er skipt í sjö flokka, þar á meðal ástarsvik. Flestir hafa fallið fyrir netglæp sem flokkast sem fyrirframgreiðslur, sem er þegar þolandi kaupir eða selur eitthvað á netinu, en varan eða peningarnir eru aldrei afhentir. 29 einstaklingar hafa tilkynnt þess konar brot til lögreglu á áðurnefndu tímabili sem samsvarar 26 prósentum glæpanna. Þar á eftir hafa 20 manns, eða átján prósent, hafa orðið fyrir fjárfestingarsvikum. Þess konar svik eru þegar þolandinn er blekktur í falskar og eða áhættusamar fjárfestingar með loforðum um háa ávöxtun. Fimmtán hafa tilkynnt lögreglu að einhver gefi sig út fyrir að vera stjórnandi fyrirtækis eða birgir og platar starfsfólk til að senda peninga eða upplýsingar. Slíkur glæpur er skilgreindur sem fölsk fyrirmæli. Svipaður glæpur kallast fjarskiptasvik en þá er haft samband símleiðis eða í gegnum skilaboð og þolandinn látinn halda að bankastarfsfólk, lögregla eða yfirvöld séu að hafa samband. Fjórtán manns hafa orðið fyrir þess konar svikum. Þá hafa aðrir fjórtán eða þrettán prósent orðið fyrir tölvupóstasvikum. Greint var frá í dag að embætti ríkislögreglustjóra berast enn tilkynningar um slíka svikapósta, en þykjast netþrjótarnir jafnvel vera Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Markmiðið með þess konar glæpum er að fá lykilorð eða bankaupplýsingar viðtakanda eða dreifa spilliforritum. Tólf prósent netglæpanna eru annars konar glæpir.
Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni fannst á hníf Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira