Icelandair hefur áætlunarflug til Chicago Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 15:19 Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna. Mynd/icelandair Icelandair mun hefja áætlunarflug til O‘Hare flugvallar í Chicago í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Fyrst um sinn verður flogið fjórum sinnum í viku en flogið verður allan ársins hring. Sala er þegar hafin samkvæmt tilkynningu frá Icelandair og er þetta fimmti áfangastaður fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Icelandair flaug til Chicago á árunum 1973 til 1988. „Chicago hefur verið til skoðunar hjá okkur um hríð. Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni, teljum við hafa skapast tækifæri fyrir okkur til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Chicagosvæðið er rúmlega tíu milljón manna markaður og með beinu flugi stefnum við að því að margfalda ferðamannafjöldann frá svæðinu til Íslands og bjóða auk þess upp á frábæra tengimöguleika til áfangastaða okkar í Evrópu. Að auki er Chicago sögufræg og spennandi borg fyrir Evrópubúa og okkur Íslendinga að heimsækja.“Meðfylgjandi er kort sem sýnir leiðakerfi Icelandair þar sem Chicago hefur verið bætt við.Mynd/IcelandairRahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, segir í tilkynningu frá O‘Hare flugvellinum að hann fagni þeim tækifærum og viðskiptum sem hinn nýi áfangastaður muni færa íbúum borgarinnar. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Icelandair eigi einnig í viðræðum við ferðamálayfirvöld í Montreal og alþjóðaflugvöllinn þar, varðandi mögulegt beint flug. Von er á niðurstöðu úr þeim samskiptum á næstu vikum. Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 14 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Tveir nýir áfangastaðir bætast við á árinu, Birmingham í Bretlandi, sem byrjað var að fljúga til í febrúar, og Portland í Oregon í Bandaríkjunum, en fyrsta flugið þangað verður í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí. Fréttir af flugi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Icelandair mun hefja áætlunarflug til O‘Hare flugvallar í Chicago í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Fyrst um sinn verður flogið fjórum sinnum í viku en flogið verður allan ársins hring. Sala er þegar hafin samkvæmt tilkynningu frá Icelandair og er þetta fimmti áfangastaður fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Icelandair flaug til Chicago á árunum 1973 til 1988. „Chicago hefur verið til skoðunar hjá okkur um hríð. Með stækkun leiðakerfisins, fjölgun áfangastaða og aukinni tíðni, teljum við hafa skapast tækifæri fyrir okkur til að fara inn á þennan stóra markað sem Chicago er,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Chicagosvæðið er rúmlega tíu milljón manna markaður og með beinu flugi stefnum við að því að margfalda ferðamannafjöldann frá svæðinu til Íslands og bjóða auk þess upp á frábæra tengimöguleika til áfangastaða okkar í Evrópu. Að auki er Chicago sögufræg og spennandi borg fyrir Evrópubúa og okkur Íslendinga að heimsækja.“Meðfylgjandi er kort sem sýnir leiðakerfi Icelandair þar sem Chicago hefur verið bætt við.Mynd/IcelandairRahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, segir í tilkynningu frá O‘Hare flugvellinum að hann fagni þeim tækifærum og viðskiptum sem hinn nýi áfangastaður muni færa íbúum borgarinnar. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna á eftir Los Angeles og New York. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Icelandair eigi einnig í viðræðum við ferðamálayfirvöld í Montreal og alþjóðaflugvöllinn þar, varðandi mögulegt beint flug. Von er á niðurstöðu úr þeim samskiptum á næstu vikum. Icelandair flýgur á þessu ári til 39 áfangastaða, 14 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Tveir nýir áfangastaðir bætast við á árinu, Birmingham í Bretlandi, sem byrjað var að fljúga til í febrúar, og Portland í Oregon í Bandaríkjunum, en fyrsta flugið þangað verður í næstu viku, þriðjudaginn 19. maí.
Fréttir af flugi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira