Tólf mörk voru skoruð í þremur leikjum í fyrstu deild karla í knattspyrnu, en annari umferðinni lýkur með leik Gróttu og Víking úr Ólafsvík síðar í dag.
Þór og Fram mættust í nýliðaslag fyrir norðan, en þessi lið féllu úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.
Varnarmaðurinn Ingiberg Ólafur Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Fram, en nýju mennirnir í liði Þór; Gunnar Örvar Stefánsson, Gísli Páll Helgason og Reynir Már Sveinsson komust allir á blað.
Þór með sinn fyrsta sigur í fyrstu deildinni á þessari leiktíð, en Fram er með eitt stig eftir leikina tvo.
Þróttur rúllaði yfir lánlaust lið BÍ/Bolungarvík í Laugardalnum í dag. Staðan var orðin 5-0 eftir rúman hálftíma og fleiri urðu mörkin ekki.
Þróttarar með fullt hús stiga eftir leikina tvo, en Djúpmenn án stiga.
Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA sigur á Fjarðabyggð í uppbótartíma fyrir austan, en KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Fjarðabyggð er með þrjú.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir af www.urslit.net.
Öll úrslit og markaskorarar:
Þór - Fram 4-3
1-0 Jónas Björgvin Sigurbergsson (9.), 2-0 Gunnar Örvar Stefánsson (17.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (24.), 3-1 Reynir Már Sveinsson (39.), 3-2 Ingiberg Ólafur Jónsson (50.), 4-2 Gísli Páll Helgason (63.), 4-3 Ingiberg Ólafur Jónsson (77.).
Þróttur - BÍ/Bolungarvík 5-0
1-0 Dion Jeremy Acoff (3.), 2-0 Alexander Veigar Þórarinsson (15.), 3-0 Viktor Jónsson (16.), 4-0 Dion Jeremy Acoff (22.), 5-0 Vilhjálmur Pálmason (32.).
Fjarðabyggð - KA 0-1
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (90.).
