Körfubolti

Thomas forseti hjá NY Liberty

Isiah Thomas.
Isiah Thomas. vísir/getty
Isiah Thomas er mættur aftur í boltann og að þessu sinni í kvennaboltann.

Þessi NBA-goðsögn er orðinn forseti hjá kvennaliðinu New York Liberty en tíðindin komu flestum mjög á óvart. Hann hefur einnig eignast hlut í félaginu.

„Körfubolti er körfubolti. Sama hvort það eru karlar eða konur að spila. Þessar konur í liðinu eru frábærir íþróttamenn sem vilja vinna titil í New York. Ég bíð spenntur eftir því að takast á við þessa áskorun," sagði Thomas.

Ráðningin vekur ekki síst athygli fyrir þær sakir að þegar Thomas var þjálfari NY Knicks á árunum 2006-08 þá var hann dæmdur sekur um kynferðislega áreitni í garð samstarfskonu.

Þess utan stóð hann sig ekki vel og er yfirhöfuð ekkert sérstaklega vinsæll í New York.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×