Ellert: Skal viðurkenna að ég horfði á markið nokkrum sinnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2015 09:30 Ellert Hreinsson. mynd/skjáskot „Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56