„Það má ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2025 19:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði sigri í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok. Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira