„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:55 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Daníel/GVA Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra út í ferð hans til Kína á dögunum á þingi í dag. Ferðin vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að á vef mennta-og menningarmálaráðuneytisins kom fram að með í för hefðu verið fulltrúar frá fyrirtækjunum Marel og Orka Energy, en Illugi starfaði sem ráðgjafi fyrir Orka Energy þegar hann var utan þings. Umfjöllun um ferð ráðherrans á vef ráðuneytisins var svo breytt þann 8. apríl síðastliðinn og áréttað að fulltrúar fyrirtækjanna hafi verið staddir í Kína á sama tíma og ráðherrann en ekki verið hluti af sendinefnd hans. Svandís spurði hvers vegna þessu var breytt en einnig hver hafi átt frumkvæði að því að Orka Energy kæmi með í þessa ferð. Þá spurði hún jafnframt í hverju ráðgjöf ráðherrans á sínum tíma til Orku Energy hafi verið fólgin. „Varðandi vef ráðuneytisins þá var engu breytt heldur upplýsingarnar uppfærðar. Það var gert vegna þess að það upphaflegi textinn hafði valdið misskilningi varðandi það að þessi tvö fyrirtæki hafi verið með í för og það mátti lesa það út að þau hefðu komið með í sendinefnd frá Íslandi og jafnvel gert að því skóna að það hafi verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Svo var ekki.“ Illugi sagði svo að hann hefði aðstoðað Orka Energy á sínum tíma við það að tengja fyrirtækið saman við fjárfesta í Singapúr. „Hvað varðar frumkvæðið þá liggur það fyrir að á mínu verksviði eru samningar sem snúa að samstarfi á orkusviðinu og vísindarannsóknum. Þar af leiðandi var alveg eðlilegt að þetta fyrirtæki kæmi þar að, það er að segja á fundum, því burðarásinn á milli Íslands og Kína varðandi orkusamstarf liggur þar í gegn.“ Í seinni fyrirspurn sinni spurði Svandís ráðherrann svo út í það hverjir væru eigendur Orka Energy. Svaraði Illugi því til að enginn íslenskur aðili ætti í fyrirtæki. Um væri að ræða aðila búsetta erlendis eða erlenda aðila en bætti svo við: „Það er eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum. Ég veit að háttvirtur þingmaður hefur ekki þá reynslu. Háttvirtur þingmaður virðist samkvæmt sinni ferilskrá aldrei hafa unnið hjá neinum einkaaðilum heldur bara hjá hinu opinbera.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57