Ætlar enginn að hugsa um börnin? Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2015 16:08 Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í gær, 2. apríl, birtist aðsend grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur þar sem hún biður stjórnmálaflokka um að „láta unglingana í friði“, eins og hún kemst að orði. Greinin er skrifuð í kjölfar umfjöllunar um frumvarp Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.Frumvarp Samfylkingarinnar og VG miðar að því að auka lýðræðisþátttöku ungs fólks. Það er staðreynd að kosningaþátttaka ungs fólks er afar lítil hér á landi sem og um alla Evrópu, en þar telja margir að lækkun kosningaaldurs geti haft jákvæð áhrif. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku ungs fólks, m.a. með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Nokkur Evrópulönd hafa stigið skref í þessa átt, t.d. Austurríki, þar sem kosningaaldurinn hefur þegar verið lækkaður. Ungmenni yfir 16 ára aldri hafa mátt kjósa í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum víða í Evrópu og í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstætt Skotland. Við sjáum á þessu að þróunin í Evrópu stefnir í átt að lækkun kosningaaldurs og því aðeins spurning hvort Ísland ætlar að vera í forystuhlutverki varðandi lýðræðiseflingu ungs fólks eða hvort sitja eigi eftir.Kolbrún segir að nóg sé á ungmenni lagt án þess að þau „séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl.“ Hún lítur fram hjá þeirri staðreynd að ungmenni á aldrinum 16-18 ára geta skráð sig í stjórnmálaflokka og taka mörg hver virkan þátt í ungliðahreyfingum þeirra. Þar að auki eru mörg 16-18 ára ungmenni í vinnu og greiða skatt af launum sínum. Er ekki ólýðræðislegt að fólk sem greiðir til samfélagsins fái ekki að hafa nein áhrif á það hvernig fjármunum ríkisins er varið?Mikilvægt er að endurskoða afstöðu samfélagsins til stjórnmála. Viðhorfið sem endurspeglast í grein Kolbrúnar er kannski það sem letur ungt fólk til þess að kjósa. Stjórnmál eru ekki eitthvað sem samfélagið þarf að vernda ungmenni fyrir, því í grunninn snúast þau um að vinna að lausnum til þess að bæta samfélagið. Ungt fólk, sem síðar mun taka við þessu landi, á þvert á móti að vera í forystu í stjórnmálastarfi.Það er ekki aðeins yfirlætisfullt, heldur beinlínis skaðlegt að áætla að ungmenni á aldrinum 16-18 ára hafi ekki „leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum“. Það þarf ekki annað en að fylgjast með ungu fólki á samfélagsmiðlum og í fréttum til að sjá að þetta er ekki reyndin. Ungt fólk tekur mikinn þátt í umræðunni um betra samfélag, þótt ekki allir veiti því eftirtekt. Getur nokkuð verið að ástæðan fyrir lélegri kosningaþátttöku sé kannski frekar áhrifaleysi; að ungt fólk upplifi sig án raddar, frekar en að það hafi ekkert til málanna að leggja?Í lýðræðissamfélagi hlýtur að teljast afar mikilvægt að ungt fólk sé undirbúið til þess að verða ábyrgir og virkir borgarar. Það gerum við ekki með því að halda stjórnmálum frá ungu fólki og gera lítið úr skoðunum þeirra. Fögnum áhuga ungs fólks og veitum þeim tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagið.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun