Rétt fyrir klukkan fjögur í dag barst lögreglu tilkynningu um 10 manna hóp við Alþingi sem búinn var að kveikja eld í tunnu.
Var talið að um mótmælendur væri að ræða en þegar að lögregla kom á staðinn kom í ljós að smá eldur logaði í potti úti við. Um algjört minniháttar mál var að ræða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og var það afgreitt á staðnum.
Þá var um hádegisbil í dag tilkynnt um mann sem var að fara í bifreiðar við Suðurlandsbraut. Hann var handtekinn skammt frá og fannst hjá honum þýfi sem tengdust öðrum þjófnuðum. Hann var færður í fangageymslu og verður rætt við hann síðar í dag.
