„Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2025 20:03 Frá undirritun samningsins „Gott að eldast í Árborg“. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Inga Sæland, ráðherra og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og tvö sveitarfélög taka nú þátt í verkefninu, „Gott að eldast“, sem er samvinnuverkefni ríkisins, sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnana. Mikil ánægja er með verkefnið í Árborg þar sem rík áhersla er lögð á heimaþjónustu við eldra fólk. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra mætti á Selfoss í vikunni til að undirrita samninginn “Gott að eldast” við Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við sama tækifæri var verkefnið kynnt fyrir fundargestum en mikið er lagt upp úr góðri heimaþjónustu við eldra fólk í Árborg. „Þetta samspil fyrir notandann, það skiptir öllu máli, að við getum veitt betri þjónustu til íbúana og þetta er bara stór hluti af því að bæði ríki og sveitarfélög vinni saman”, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg og bætir við. „Það er ein umsókn, þú sækir bara um á einum stað. Síðan er það starfsmannanna hjá okkur og hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að vinna saman hvernig við veitum bestu þjónustuna.“ Hópurinn, sem kemur að verkefninu „Gott að eldast“ í Árborg þegar undirritun samningsins fór fram í Grænumörkinni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er gott að eldast? „Ég er alltaf stelpa bara, það er bara það en það er þessi, sem kemur í spegilinn, sem fær mig til að átta mig á því að ég er að renna hratt og örugglega í þá átt já að þurfa að fara að panta pláss einhvers staðar á góðum stað,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Herdís að kynna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við viljum að það sé gott að eldast á Íslandi og þetta verkefni gengur út á margar aðgerðir, sem miðað að því og stuðla að því að fólk sé virkar og heilsuhraustara og geti búið lengur heima,“ segir Herdís Björnsdóttir, verkefnisstjóri „Gott að eldast“ Mjög fínn bæklingur um þjónustu við eldra fólk í Árborg hefur verið gefin út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlækir formaður verkefnisstjórnarinnar „Gott að eldast“ er mjög ánægður og stoltur af verkefninu. „Já, „Gott að eldast“ gengur svolítið út á það að hjálpa okkur og styðja að vera áfram virkir samfélagsþegnar og við getum haldið áfram að njóta þess að vera í þessu samfélagi og að samfélagið geti haldið áfram að njóta þess að hafa eldra fólk innan um, sem getur leiðbeint og hjálpað,“ segir Ólafur og saman sögðu þau í kór, hann og Herdís. „Það á að vera gott að eldast. Áfram gott að eldast“. Ein af glærunum á kynningarfundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Inga Sæland Eldri borgarar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra mætti á Selfoss í vikunni til að undirrita samninginn “Gott að eldast” við Sveitarfélagið Árborg og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við sama tækifæri var verkefnið kynnt fyrir fundargestum en mikið er lagt upp úr góðri heimaþjónustu við eldra fólk í Árborg. „Þetta samspil fyrir notandann, það skiptir öllu máli, að við getum veitt betri þjónustu til íbúana og þetta er bara stór hluti af því að bæði ríki og sveitarfélög vinni saman”, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg og bætir við. „Það er ein umsókn, þú sækir bara um á einum stað. Síðan er það starfsmannanna hjá okkur og hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að vinna saman hvernig við veitum bestu þjónustuna.“ Hópurinn, sem kemur að verkefninu „Gott að eldast“ í Árborg þegar undirritun samningsins fór fram í Grænumörkinni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er gott að eldast? „Ég er alltaf stelpa bara, það er bara það en það er þessi, sem kemur í spegilinn, sem fær mig til að átta mig á því að ég er að renna hratt og örugglega í þá átt já að þurfa að fara að panta pláss einhvers staðar á góðum stað,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Herdís að kynna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við viljum að það sé gott að eldast á Íslandi og þetta verkefni gengur út á margar aðgerðir, sem miðað að því og stuðla að því að fólk sé virkar og heilsuhraustara og geti búið lengur heima,“ segir Herdís Björnsdóttir, verkefnisstjóri „Gott að eldast“ Mjög fínn bæklingur um þjónustu við eldra fólk í Árborg hefur verið gefin út.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlækir formaður verkefnisstjórnarinnar „Gott að eldast“ er mjög ánægður og stoltur af verkefninu. „Já, „Gott að eldast“ gengur svolítið út á það að hjálpa okkur og styðja að vera áfram virkir samfélagsþegnar og við getum haldið áfram að njóta þess að vera í þessu samfélagi og að samfélagið geti haldið áfram að njóta þess að hafa eldra fólk innan um, sem getur leiðbeint og hjálpað,“ segir Ólafur og saman sögðu þau í kór, hann og Herdís. „Það á að vera gott að eldast. Áfram gott að eldast“. Ein af glærunum á kynningarfundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Inga Sæland Eldri borgarar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira