Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:40 John Prevost, bróðir nýja páfans Leó fjórtánda. AP/John J. Kim John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi. Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi.
Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53