Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:40 John Prevost, bróðir nýja páfans Leó fjórtánda. AP/John J. Kim John Prevost býst við góðum hlutum af bróður sínum, Robert Francis Provost, eða Leó fjórtánda, sem kjörinn var páfi í gær. John segir valið hafa komið sér og fjölskyldu sinni gífurlega á óvart. Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi. Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Þegar hvítan reyk lagði frá Sixtínsku kapellunni settist John fyrir framan sjónvarpið til að berja nýjan páfa augum, þegar hann birtist á svölum Péturskirkju. Þar birtist bróðir hans, sem þótti ekki líklegur til að verða páfi, áður en páfakjörið hófst. John var að ræða við frænku sína í símanum þegar bróðir hans birtist á svölunum. Hann segir hana hafa byrjað að öskra en hann hafi sjálfur ekki trúað því sem hann hafi séð. Svo hafi stolt tekið sess vantrúar. Í samtali við AP fréttaveituna segir John að hann hafi fundið fyrir gífurlegu stolti yfir því að bróðir hans væri orðinn páfi. 267. páfinn og sá fyrsti frá Bandaríkjunum. „Þetta er gífurlegur heiður,“ sagði John. Hann sagðist einnig viss um að embættinu fylgdi gífurleg ábyrgð en að bróðir hans myndi sinna starfinu vel og að páfatíð hans myndi hafa jákvæðar afleiðingar. John segir bróðir sinn alltaf hafa verið mjög umhugað um fátækt fólk og þá sem eru jaðarsettir og raddlausir. Hann býst við því að Leó muni feta í fótspor forvera síns. „Hann verður ekki langt til vinstri og ekki langt til hægri. Bara beint niður miðjuna,“ sagði John. Í miðju viðtali við AP áttaði John sig á því að hann hefði misst af nokkrum símtölum frá bróður sínum páfanum og hringdi til baka. Leó svaraði en vildi ekki trufla viðtalið. Þeir töluðu þó saman í stutta stund um hvenær og hvernig John myndi heimsækja Vatíkanið og skelltu svo á hvorn annan. John segir að hann hafi frá unga aldri vitað að bróðir hans yrði prestur, þó hann hafi ekki búist við því að hann yrði páfi. Bræðurnir tala saman í síma svo gott sem daglega, gera Wordle saman og aðra leiki og spjalla. Nú efast John um að bróðir sinn muni hafa tíma til að halda því áfram. „Það er strax orðið skrítið að hafa engan til að tala við.“ Louis Prevost, annar bróðir páfans, segir það ótrúlegt að bróðir hans sé orðinn páfi. „Við vissum það eiginlega að hann var sérstakur og þegar hann var sex ára gamall stríddum við honum með því að hann yrði páfi.
Páfakjör 2025 Páfagarður Bandaríkin Leó fjórtándi páfi Andlát Frans páfa Tengdar fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09 Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
„Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það mikinn heiður að nýr páfi, Leó XIV, sé bandarískur og segist hann hlakka til að hitta hann. 8. maí 2025 18:09
Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. 7. maí 2025 08:53