Innlent

Nýr páfi, svik við al­menning og loðnasti starfs­maður Rima­skóla

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar og ræðum við mann sem var hleraður og íhugar að leita réttar síns.

Hvítur reykur steig upp frá strompi sixtínsku kapellunnar síðdegis í dag. Við sjáum nýjan og jafnframt fyrsta bandaríska páfann í kvöldfréttum og myndir frá gríðarlegum fagnaðarlátum sem brutust út við Vatíkanið.

Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína að vera viðbúna átökum. Við ræðum við yfirmann njósnadeildar norsku lögreglunnar sem staddur er hér á landi.

Þá kynnum við okkur nýja könnun sem sýnir að áhugi á loftslagsmálum hefur hríðfallið, hittum nýjan starfsmann Rimaskóla, sem er jafnframt sá loðnasti og krúttlegasti og kíkjum á íslenska skálann á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr.

Þá hittum við markmanninn Frederik Schram sem er mættur aftur til Vals eftir stutt stopp í Danmörku og í Íslandi í dag kíkir Vala Matt í heimsókn til konu sem hefur sérhæft sig í skipulagi heimilisins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 8. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×