Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2015 21:53 Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður hjá Germanwings. Vísir/AFP Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31