Óvenjuleg uppákoma átti sér stað í hafnaboltaleik í gær.
Þá voru MLB-liðin Kansas City Royals og Los Angeles Angels að spila æfingaleik fyrir framan fjölda áhorfenda.
Seinkun varð á leiknum er stór hópur býflugna laumaði sér inn á völlinn með tilheyrandi raski fyrir leikmenn og áhorfendur.
Ekki var hægt að hefja leik á ný fyrr en meindýraeyðir hafði lokið sínum störfum á vellinum.
Uppákomuna má sjá hér að ofan.
