Irving setti flautuþrist og skoraði 57 stig í sigri á Spurs | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kyrie Irving og LeBron James fagna í nótt. vísir/epa Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu: NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu:
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira