Hnefaleikabardagi ársins fer fram þann 2. maí í Las Vegas er þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao mætast loksins í hringnum.
Pacquaio hefur skorað á Mayweather að skríða úr skelinni og láta almennilega til sín taka í hringnum. Mike Tyson segir að Mayweather hreinlega verði að gera það. Annars muni hann tapa.
„Frá upphafi hef ég haft trú á því að Manny muni vinna. Hann er hrein orka og ræðst á menn frá öllum hornum. Hann er alltaf að kýla og hættir aldrei," sagði Tyson.
„Floyd er mikið í varnarstöðu og velur höggin sín vandlega. Hann hittir líka oftast. Hann ræður þó ekki við 100 högg frá Manny í hverri lotu.
„Það er ólíklegt að Floyd geti rotað Manny og hann verður því að taka áhættu ef hann ætlar að eiga möguleika á því að vinna. Hann mun aldrei vinna fleiri lotur með sínum stíl."
Ef Mayweather tekur ekki áhættu þá tapar hann

Tengdar fréttir

Pacquaio sofnar yfir bardögum Mayweather
Það styttist í bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao. Köppunum er fylgt eftir í hvert fótmál.

Pacquiao syngur eigið inngöngulag
Það er greinilega ekki til það verk sem er Manny Pacquiao ofviða. Hann er einn besti hnefaleikamaður heims, er atvinnumaður í körfubolta, stjórnmálamaður og nú söngvari.

Sjö vopnaðir öryggisverðir gæta Pacquiao
Hnefaleikapparnir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao æfa nú af kappi fyrir bardaga þeirra sem fer fram í maí.

Verstu sætin á bardaga aldarinnar kosta 210.000 krónur
Slegist um miða á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao en þeir kosta upp í 21 milljón á svarta markaðnum.

Veðjar 215 milljónum á sigur Mayweather
Bandaríski rapparinn 50 Cent er fullviss um að Floyd Mayweather muni vinna Manny Pacquiao í maí og mun veðja alvöru peningum á þennan bardaga.